Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. ágúst 2021 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Sissoko sparkaði boltanum í Nuno
Moussa Sissoko í leiknum gegn Tottenham í dag
Moussa Sissoko í leiknum gegn Tottenham í dag
Mynd: EPA
Moussa Sissoko er að spila fyrsta leik sinn fyrir Watford gegn gömlu félögunum í Tottenham. Hann gekk til liðs við félagið í gær og kom beint inn í byrjunarlið Watford.

Áhugavert atvik gerðist undir lok fyrri hálfleiks en Sissoko og Dele Alli voru í baráttu um boltann sem var á leið af velli.

Þegar boltinn var kominn útaf þrumaði Sissoko boltanum í Nuno Espirito Santo, stjóra Tottenham.

Frakkinn var fljótur að stjóranum og baðst afsökunar en þá má alveg velta steinum hvort um viljaverk hafi verið að ræða eða ekki.

Sissoko kom til Tottenham árið 2016 og var mikilvægur í liðinu en það var ljóst að hann yrði ekki partur af liðinu fyrir komandi tímabil og ákvað því að leita annað en hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner