Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. ágúst 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Blikar niðurlægðu Fylki - HK úr fallsæti
Þvílík frammistaða!
Þvílík frammistaða!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Alexander var hetja HK.
Stefan Alexander var hetja HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik endurheimti toppsætið, og það með stæl, í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Breiðablik lék gjörsamlega á als oddi í Árbænum. Kristinn Steindórsson kom Blikum strax yfir á tíundu mínútu og bættu Blikar við þremur mörkum til viðbótar áður en flautað var til hálfleiks. Staðan var 0-4 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Aron Snær Friðriksson fékk höfuðhögg í síðasta leik og var því ekki í markinu hjá Fylki í dag. Ólafur Kristófer Helgason var í markinu hjá Fylki og hann leit ekki vel út í kvöld.

Blikar bættu svo við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik, Höskuldur Gunnlaugsson gerði meðal annars glæsimark.

Lokatölur 0-7 fyrir Breiðablik og algjör niðurlæging í Árbænum í raun og veru.

Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppnum og ansi góða markatölu þegar þrjár umferðir eru eftir. Eftir úrslit í hinum leiknum sem var að klárast, þá er Fylkir í fallsæti.

HK upp fyrir Fylki
HK vann nefnilega kærkominn sigur í Kórnum þegar Keflavík kom í heimsókn.

Snemma leiks fékk Marley Blair að líta rauða spjaldið. „ Hann og Ásgeir Börkur lenda eitthvað saman sem endar með að Marley Blair fær rautt spjald! Marley Blair fær rautt fyrir að slá í átt að andliti Ásgeirs Barkar," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Þetta hafði auðvitað áhrif á leikinn en HK náði ekki að brjóta Keflavík á bak aftur fyrr en á 74. mínútu. Þá skoraði Stefan Alexander Ljubicic það sem reyndist vera sigurmarkið.

Keflavík hótaði því verulega að jafna metin undir lokin en HK náði að halda út og landa sigrinum. HK er með einu stigi meira en Fylkir. Keflavík er með tveimur stigum meira en Fylkir og mikil spenna í fallbaráttunni þessar síðustu vikur tímabilsins.


Fylkir 0 - 7 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson ('10 )
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('21 )
0-3 Viktor Karl Einarsson ('36 )
0-4 Ólafur Kristófer Helgason ('41 , sjálfsmark)
0-5 Höskuldur Gunnlaugsson ('71 )
0-6 Davíð Örn Atlason ('75 )
0-7 Árni Vilhjálmsson ('85 )
Lestu um leikinn

HK 1 - 0 Keflavík
1-0 Stefan Alexander Ljubicic ('74 )
Rautt spjald: Marley Blair, Keflavík ('22) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner