sun 29. ágúst 2021 10:04
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid setur PSG afarkosti - Ronaldo launahæstur í deildinni
Powerade
Kylian Mbappe gæti farið frá PSG
Kylian Mbappe gæti farið frá PSG
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo verður launahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar
Cristiano Ronaldo verður launahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Þá er komið að öllu því helsta í slúðrinu þennan sunnudaginn en Real Madrid hefur sett franska félaginu Paris Saint-Germain afarkosti í viðræðunum um Kylian Mbappe.

Real Madrid hefur gefið Paris Saint-Germain frest út daginn til að samþykkja tilboð þeirra í franska framherjann Kylian Mbappe en félagið er ekki reiðubúið að bjóða meira en 190 milljónir evra í þennan 22 ára gamla leikmann. (Le Parisien)

Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo (36), verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann gengur frá samningum við Manchester United. (Telegraph)

Vonir Chelsea um að fá Jules Kounde (22) frá Sevilla eru litlar eftir að spænska félagið hækkaði verðmiðann upp í 68,5 milljónir punda. (Telegraph)

Borussia Dortmund vonast þá eftir því að fá Diogo Dalot frá Manchester United ef enska félaginu tekst að finna leikmann í hans stað. (Sky Sports)

Dalot (22) vill vera áfram á Old Trafford og berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu. (Goal)

Dortmund hefur einnig áhuga á að fá Callum Hudson-Odoi (20) frá Chelsea á láni, Chelsea vill þó halda enska vængmanninum. (Goal)

Manchester United er að undirbúa tilboð í Kieran Trippier (30), leikmann Atlético Madríd. Spænska félagið vill 34,3 milljónir punda. (AS)

West Ham ætlar þá að næla í Jesse Lingard (28) frá Man Utd en hann var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Félagið er tilbúið að borga 15 milljónir punda (Star)

Brasilíski vængmaðurinn Willian (33) er tilbúinn að lækka sig verulega í launum til að ganga til liðs við Corinthians í Brasilíu. (Mail)

Áhugi Tottenham á brasilíska bakverðinum Emerson Royal (22) er að aukast. Félagið ætlar fyrst að losta sig við Serge Aurier (28). (Telegraph)

Moise Kean (21), leikmaður Everton, er nálægt því að ganga í raðir Juventus. Hann gerir tveggja ára lánssamning og mun félagið kaupa hann að því loknu. (Sky Sports)

Wolves er að ganga frá kaupum á Hwang Hee-Chan (25), framherja RB Leipzig í Þýskalandi. Brighton, West Ham og Atalanta hafa einnig sýnt honum áhuga í sumar. (Telegraph)

Crystal Palace er búið að leggja fram 15 milljón punda tilboð í Odsonne Edouard (23), framherja Celtic. Palace hefur einnig verið í viðræðum við Arsenal um Eddie Nketiah (22). Félagið er þá að skoða þá Reiss Nelson (21, Ademola Lookman (23) og Jeremie Boga(24). (Mail)

Hamza Choudhury (23, miðjumaður Leicester City, vill ganga til liðs við Newcastle United á láni. Newcastle er einnig nálægt því að kaupa Santiago Munoz (19, leikmann Santos Laguna. (Chronicle)

Everton hefur áhuga á Ainsley Maitland-Niles (23), hægri bakverði Arsenal. Félagið vill fá hann á láni út tímabilið. (Sky Sports)

B-deildarfélagið Reading er í viðræðum við Chelsea um kaup á enska miðjumanninum Danny Drinkwater (31). (Reading Chronicle)

Franski miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko (27) er mættur til Ítalíu og er á leið í læknisskoðun hjá Milan. Hann kemur á tveggja ára lánssamningi frá Chelsea og fær félagið forkaupsrétt á honum. (Football Italia)

Lautaro Martinez (24), framherji Inter, hefur samþykkt nýjan samning frá félaginu. (Di Marzio)

Adam Diallo (19), leikmaður Manchester United, er að ganga til liðs við hollenska félagið Feyenoord á láni út tímabilið. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner