Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. ágúst 2021 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Dramatík í Madríd - Ekkert lið með fullt hús
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid.
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Það var dramatík undir lokin í Madríd í kvöld þegar Atletico Madrid tók á móti Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni.

Atletico var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan var markalaus að honum loknum. Villarreal tók forystuna snemma í seinni hálfleik en Luis Suarez jafnaði strax fyrir Atletico.

Arnaut Danjuma kom Villarreal aftur yfir en undir blálokin jafnaði Atletico aftur þegar Aissa Mandi skoraði sjálfsmark.

Mikil dramatík og 2-2 jafntefli niðurstaðan. Atletico er með sjö stig eftir þrjá leiki og er Villarreal með þrjú stig um miðja deild.

Það er ekkert lið með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina á Spáni. Osasuna og Rayo Vallecano unnu sína leiki í dag, rétt eins og Barcelona.

Atletico Madrid 2 - 2 Villarreal
0-1 Manu Trigueros ('52 )
1-1 Luis Suarez ('56 )
1-2 Arnaut Danjuma ('74 )
2-2 Aissa Mandi ('90 , sjálfsmark)

Cadiz 2 - 3 Osasuna
1-0 Alex ('16 )
1-1 Kike Garcia ('60 , víti)
2-1 Alex ('66 , víti)
2-2 David Garcia ('90 )
2-3 Roberto Torres ('90 , víti)

Rayo Vallecano 4 - 0 Granada CF
1-0 Alvaro Garcia ('3 )
2-0 Oscar Trejo ('23 , víti)
3-0 Randy Nteka ('43 )
4-0 Santi Comesana ('58 )
Athugasemdir
banner
banner