Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. ágúst 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski hópurinn sem mætir til Íslands
Icelandair
Marco Reus mætir til Íslands.
Marco Reus mætir til Íslands.
Mynd: EPA
Þýska landsliðið mætir á Laugardalsvöll í næsta mánuði þegar það mætir því íslenska í undankeppni HM.

Liðin mættust í Þýskalandi í mars og þá unnu Þjóðverjar sannfærandi sigur.

Það er búið að tilkynna þýska hópinn sem mætir til landsins. Hansi Flick er tekinn við landsliðinu og hann er að fara að stýra því í fyrsta sinn. Hann valdi fjóra nýliða í hópinn; David Raum (Hoffenheim), Nico Schlotterbeck (Freiburg), Florian Wirtz (Bayer Leverkusen) og Karim Adeyemi (Salzburg).

Marco Reus snýr aftur í hópinn eftir að hafa misst af EM, en Mats Hummels og Emre Can, sem eru báðir leikmenn Borussia Dortmund, eru ekki með í þetta sinn.

Markverðir:
Bern Leno (Arsenal), Manuel Neuer (Bayern Munich), Kevin Trapp (Eintracht Frankfurt)

Varnarmenn:
Ridle Baku (Wolfsburg), Robin Gosens (Atalanta), Thilo Kehrer (Paris Saint-Germain), Lukas Klostermann (RB Leipzig), David Raum (Hoffenheim), Antonio Rüdiger (Chelsea), Nico Schlotterback (Freiburg), Niklas Süle (Bayern Munich)

Miðjumenn:
Mahmoud Dahoud (Borussia Dortmund), Leon Goretzka (Bayern Munich), Ilkay Gündogan (Manchester City), Kai Havertz (Chelsea), Jonas Hofmann (Borussia Mönchengladbach), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Jamal Musiala (Bayern Munich), Florian Neuhaus (Borussia Mönchengladbach), Florian Wirtz (Bayer Leverkusen)

Framherjar:
Karim Adeyemi (Red Bull Salzburg), Serge Gnabry (Bayern Munich), Thomas Müller (Bayern Munich), Marco Reus (Borussia Dortmund), Leroy Sane (Bayern Munich), Timo Werner (Chelsea)

Hægt er að skoða landsliðshóp Íslands hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner