Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 29. ágúst 2021 15:09
Brynjar Ingi Erluson
„Tími breytinga er kominn og ég vona að mönnum beri gæfa til að sjá það"
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, kallar á að KSÍ axli ábyrgð en það hefur verið gagnrýnt fyrir hvernig það hefur tekið á ofbeldismálum landsliðsmanna hjá sambandinu.

KSÍ fundaði í hádeginu í gær og var fundað allan daginn en sambandið heldur áfram að funda í dag. Starfsmenn sambandsins hafa verið boðaðir á fund klukkan 16:00 í dag.

Eins og var greint frá í gær þá er staða Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, óljós og ótrygg eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV á föstudagskvöld og sagði þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns sem faðir hennar tilkynnti til KSÍ.

Guðni sagði í viðtali við Kastljós á fimmtudag að engar tilkynningar eða ábendingar hefðu borist frá því hann tók við formennsku en greindi svo frá því í fréttatímanum á föstudag að hann hafi farið með rangt mál.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, situr í stjórn ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) en samtökin funduðu einnig í gær og tilkynntu aðildarfélögunum að þau væru að safna upplýsingum um málefni stjórnar KSÍ.

Hann tjáði sig á Twitter í dag og vonast til þess að KSÍ axli ábyrgð.

„Það er nauðsynlegt fyrir forystuna í Laugardalnum að axla ábyrgð. Ég vona innilega að forystan sé að hugsa um íþróttasamfélagið í heild sinni en ekki að togast á um sitt hlutverk eða einstaklinga. Tími breytinga er kominn og ég vona að mönnum beri gæfa til að sjá það."
Athugasemdir
banner
banner
banner