Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. ágúst 2022 00:03
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Árbær og Árborg í 8-liða úrslit
Daníel Andri Pálsson, fyrirliði GG, er hér í baráttunni við Magnús Inga Einarsson. Báðir komust á blað en Daníel kom boltanum í eigið net áður en Magnús gerði þriðja mark Árborgar
Daníel Andri Pálsson, fyrirliði GG, er hér í baráttunni við Magnús Inga Einarsson. Báðir komust á blað en Daníel kom boltanum í eigið net áður en Magnús gerði þriðja mark Árborgar
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Árbær og Árborg eru komin í 8-liða úrslit 4. deildar karla í kvöld eftir góða sigra í umspilinu.

Árbær var ekki í miklum vandræðum með Hamrana en liðið vann fyrri leikinn 5-0 og fylgdi því á eftir með því að vinna 3-1 í dag og samanlagt því 8-1. Pape Mamadou Faye var meðal annars á skotskónum fyrir Árbæinga en Uppsveitir verður andstæðingur liðsins í 8-liða úrslitum.

Það var meiri spenna í einvígi Árborgar og GG. Það var lið GG sem vann fyrri leikinn 2-1 og þurfti því Árborg að spila sinn besta leik til að komast áfram úr einvíginu í kvöld.

Það virtist ekkert mál því liðið komst þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Andrés Karl Guðjónsson kom liðinu á bragðið á 34. mínútu og þá gerði Daníel Andri Pálsson sjálfsmark nokkrum mínútum síðar áður en Magnús Ingi Einarsson gerði þriðja mark heimamanna. Adam Frank Grétarsson minnkaði muninn fyrir GG en það var ekki nóg.

Árborg fer áfram og spilar við Einherja í 8-liða úrslitum.

Úrslit og markaskorarar:

Árbær 3 - 1 Hamrarnir (8-1, samanlagt)
0-1 Kristófer Gunnar Birgisson ('6 )
1-1 Pape Mamadou Faye ('42 )
2-1 Nemanja Lekanic ('49 )
3-1 Númi Steinn Hallgrímsson ('72 )

Árborg 3 - 1 GG (4-3, samanlagt)
1-0 Andrés Karl Guðjónsson ('34 )
2-0 Daníel Andri Pálsson ('38 , Sjálfsmark)
3-0 Magnús Ingi Einarsson ('42 )
3-1 Adam Frank Grétarsson ('56 )
Athugasemdir
banner
banner
banner