Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. ágúst 2022 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Fram sótti jafntefli á Hlíðarenda
Valsmenn fagna marki sínu í kvöld.
Valsmenn fagna marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik jafnaði metin.
Jannik jafnaði metin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 1 - 1 Fram
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('44)
1-1 Jannik Holmsgaard Pohl ('87)


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

Valur tók á móti Fram í eina leik kvöldsins í Bestu deild karla og úr varð spennandi viðureign.

Fram byrjaði leikinn betur en heimamenn unnu sig inn í leikinn er tók að líða á fyrri hálfleik og skoraði Haukur Páll Sigurðsson á 44. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Frederik Schram varði vel frá Framörum í upphafi leiks og bjargaði Valsörum nokkrum sinnum eftir leikhlé.

Í upphafi seinni hálfleiks komust Valsarar nálægt því að bæta öðru marki við en Ólafur Íshólm Ólafsson varði vel í tvígang.

Framarar fengu sín tækifæri en Frederik Schram var vel á verði í marki heimamanna og varði vel þegar þess þurfti, allt þar til á 87. mínútu þegar Jannik Holmsgaard Pohl gerði jöfnunarmark. Markið gerði hann í kjölfarið af aukaspyrnu langt utan af velli og vildu Valsarar fá dæmda rangstöðu.

Framarar reyndu að sækja sigurinn í uppbótartíma en það tókst ekki og urðu lokatölur 1-1.

Valur er í fjórða sæti eftir þetta jafntefli, fjórum stigum eftir KA sem situr í öðru sæti. Fram er áfram í neðri hlutanum, þremur stigum frá efri hlutanum þegar þrjár umferðir eru eftir fyrir úrslitakeppnina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner