mán 29. ágúst 2022 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og Fram: Fjórar breytingar hjá Fram
Fred kemur inn í lið Fram.
Fred kemur inn í lið Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó heldur í sama byrjunarlið.
Óli Jó heldur í sama byrjunarlið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst viðureign Vals og Fram í Bestu deild karla. Um er að ræða lokaleik 19. umferðarinnar í deildinni.

Valur getur með sigri nálgast toppliðin en liðið situr fyrir leikinn í sjöunda sæti. Fram getur sett pressu á KR í sjötta sætinu en liðið situr fyrir leikinn fjórum stigum á eftir KR í 7. sætinu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gerir enga breytingu á liði sínu frá leiknum gegn Víkingi í síðustu umferð. Engin breyting er á leikmannahópnum - sömu sjö á bekknum líka.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Fred, Hlynur Atli, Indriði Áki og Már koma inn í liðið fyrir þá Jesus Yendis, Albert Hafsteinsson, Tryggva Snæ Gerisson og Magnús Þórðarson. Jesus fékk rautt spjald gegn Blikum og tekur út leikbann en hinir þrír taka sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
10. Fred Saraiva
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
77. Guðmundur Magnússon
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner