Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. ágúst 2022 09:36
Elvar Geir Magnússon
Cavani búinn að gera samkomulag við Valencia
Edinson Cavani yfirgaf Manchester United á frjálsri sölu í sumar.
Edinson Cavani yfirgaf Manchester United á frjálsri sölu í sumar.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani er búinn að gera munnlegt samkomulag við spænska félagið Valencia um tveggja ára samning.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Cavani, sem er 35 ára, er í Madríd en mun ferðast til Valencia í dag til að ganga frá málum.

Gennaro Gattuso tók við þjálfun Valencia í sumar. Liðið hefur unnið einn og tapað einum leik í fyrstu umferðum La Liga. Þriðji leikur liðsins verður gegn Atletico Madrid í kvöld.

Cavani býr yfir mikilli reynslu og hefur spilað fyrir Palermo, Napoli, Paris St-Germain og Manchester United. Hann hefur spilað 133 landsleiki fyrir úrúgvæska landsliðið og skorað 58 mörk.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner