Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. ágúst 2022 09:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fofana á leið í læknisskoðun í Bandaríkjunum að ósk Todd Boehly
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Wesley Fofana er á leið í læknisskoðun hjá Chelsea í dag áður en hann gengur í raðir félagsins frá Leicester.

Chelsea er að kaupa hann á 70 milljónir punda og herma heimildir The Athletic að læknisskoðunin fari fram í Bandaríkjunum og að Fofana sé þegar floginn vestur um haf.

Todd Boehly, bandarískur eigandi Chelsea, er sagður hafa óskað eftir því að læknisskoðunin færi fram í Bandaríkjunum vegna meiðslanna sem héldu Fofana frá vellinums stærstan hluta síðasta tímabils.

Leicester vildi upphaflega fá yfir 80 milljónir punda fyrir Fofana en hann var ósáttur við verðmiðann og lét Leicester undan þegar Chelsea bauð 70 milljónir.

Fofana er sagður vera að skrifa undir sex ára samning við Chelsea. Hann hefur dreymt um að spila með Chelsea og feta þar með í fótspor Didier Drogba sem er goðsögn í Marseille sem er heimabær Fofana.
Athugasemdir
banner
banner
banner