Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hudson-Odoi er lentur í Þýskalandi - „Here we go"
Mynd: Getty Images

Bayer Leverkusen er að klófesta Callum Hudson-Odoi á eins árs lánssamningi frá Chelsea.


Sky Sports staðfestir þessar fregnir og segir kantmanninn knáa vera lentan í Þýskalandi þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir.

Chelsea vill ekki selja leikmanninn sem á aðeins tvö ár eftir af samningnum við félagið og því fylgir ekki kaupákvæði með lánssamningnum. Hudson-Odoi vildi ólmur skipta til FC Bayern fyrir nokkrum árum en Chelsea hafnaði 35 milljónum punda fyrir hann í janúar 2019.

Hudson-Odoi verður 22 ára í nóvember og er ósáttur með lítinn spiltíma hjá Chelsea. Hann hefur skorað 16 mörk í 126 leikjum fyrir félagið en er orðinn þreyttur á því að byrja leiki á varamannabekknum. Hann fékk minni spiltíma undir stjórn Thomas Tuchel en hann hafði fengið áður og vonast eftir fastasæti í byrjunarliði Leverkusen.

Hudson-Odoi á þrjá A-landsleiki að baki fyrir England án þess að skora. Hann hefur þó gert 12 mörk í 42 leikjum með yngri landsliðunum.


Athugasemdir
banner
banner