Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 29. ágúst 2022 00:10
Brynjar Ingi Erluson
Lið ættu að óttast Nottingham Forest - „Þetta er stórt áhyggjuefni"
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Morgan Gibbs-White var keyptur fyrir 44 milljónir punda
Morgan Gibbs-White var keyptur fyrir 44 milljónir punda
Mynd: Nottingham Forest
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, telur að önnur lið ættu að óttast Nottingham Forest á þessu tímabili en félagið hefur eytt miklum peningum í að byggja sterkt lið.

Forest vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna umspilið í B-deildinni á síðasta tímabili.

Félagið hefur heldur betur spreðað í glugganum og fengið sautján leikmenn og glugginn er svo sannarlega ekki búinn.

Renan Lodi er að koma á láni frá Atlético Madríd og þá er Serge Aurier, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur, að koma á frjálsri sölu. Eyðslan nær yfir 130 milljónir punda og telur Carragher rétt að óttast liðið sem hefur fengið fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

„Það að eyða peningum tryggir ekkert og við vitum að Forest hefur þurft að gera margar breytingar, hvort sem liðið hefði verið áfram í Championship eða komið upp í ensku úrvalsdeildina."

„En ég held að það sé þessi alvöru ótti hjá öðrum félögum. Horfum bara á síðustu viku gegn Everton þar sem liðið kemur með 40 milljón punda mann af bekknum í Morgan Gibbs-White og hann býr til mark."

„Það sem þeir eru með núna er að þeir eru með leikmenn og hóp þar sem ef einhver meiðist eða fer í bann þá verður ekki mikill munur á leikmönnunum sem eru á vellinum. Það er stórt áhyggjuefni fyrir lið sem tengja nýliða við það að fara aftur niður um deild."

„Fólk fer að horfa á þetta og hugsa hvað sé í gangi hérna og þá kemur hræðslan og þeir verða stressaðir. Ég held að liðið muni hræða liðin sem hafa verið að fljóta þarna í ensku úrvalsdeildinni í tvö eða þrjú ár
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner