mán 29. ágúst 2022 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd búið að ná samkomulagi við Newcastle
Mynd: EPA

Manchester United er búið að ná samkomulagi við Newcastle United um félagsskipti slóvakíska markvarðarins Martin Dubravka.


Dubravka verður lánaður til Manchester út tímabilið og fær enska stórveldið 5 milljón punda kaupmöguleika.

Hann á að veita David de Gea samkeppni um byrjunarliðssæti eftir að hafa spilað 130 leiki á fjóru og hálfu ári hjá Newcastle.

Dubravka, 33 ára, hefur ekki verið í leikmannahópi Newcastle síðustu tvo leiki en hann er búinn að missa byrjunarliðssætið til Nick Pope.

Ólíklegt er að Man Utd kaupi Dubravka nema Dean Henderson, sem er á láni hjá Nottingham Forest, verði seldur.


Athugasemdir
banner
banner