Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. ágúst 2022 09:59
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Aftur óvissa hjá Óttari Bjarna eftir annað slæmt höfuðhögg
Óttar fékk slæmt höfuðhögg í gær.
Óttar fékk slæmt höfuðhögg í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis, hefur mjög lítið getað spilað í sumar en hann fékk höfuðhögg og heilahristing í leik gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Það tók langan tíma fyrir Óttar að snúa aftur á fótboltavöllinn eftir höfuðhöggið fyrir norðan en bakslög komu í ferilið. Hann lék hinsvegar allan leikinn í 4-3 sigrinum gegn KR á dögunum og byrjaði í 4-0 tapinu gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í gær.

Hann lenti svo saman við Dag Austmann, samherja sinn, eftir rúmlega 20 mínútna leik og fékk annað höfuðhögg. Það varð til þess að Óttar þurfti að fara af velli.

Óttari leið greinilega alls ekki vel þegar hann gekk ásamt sjúkraþjálfara í átt að búningsklefum.

Haukur Gunnarsson ljósmyndari náði þessum myndum hér að neðan að höfuðhögginu í gær.

„Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata," segir Leiknir á Twitter.


Athugasemdir
banner