Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þarf ekki að skora til þess að vera einn af bestu mönnum deildarinnar"
Brynjar Atli búinn að bögga Gísla
Gísli í leiknum í gær.
Gísli í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Atli
Brynjar Atli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta deildarmark í sumar í gær þegar hann skoraði þriðja mark Breiðabliks í 4-0 sigri á Leikni í Bestu deildinni. Í gær átti hann einnig frábært skot sem fór í þverslána og niður á línuna.

Gísli skoraði fimm mörk á síðasta tímabili en eina mark hans fyrir leikinn í gær hafði komið gegn ÍA í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hrósaði Gísla í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær.

„Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu."

„Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora,"
sagði Óskar.

Gísli ræddi sjálfur við mbl.is eftir leik og ræddi um markið.

„Brynj­ar Atli er búinn að vera að bögga mig aðeins of mikið á þessu og ég næ loks­ins að troða sokk í hann í dag. Ég fann á mér að ég væri að fara að skora í dag, ég var kannski aðeins of graður í fyrri hálfleik en sem bet­ur fer þá datt þetta fyr­ir mig í lok­in," sagði Gísli.

Brynjar Atli Bragason er varamarkvörður Breiðabliks. Gísli hefur á ferlinum skorað 23 mörk í 128 leikjum í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner