Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 29. ágúst 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PSG missteig sig - Ótrúlegt klúður Mbappe
Mynd: EPA
Frönsku meistararnir í PSG voru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Ligue 1. Þeir mættu Mónakó í fjórðu umferð deildarinnar í gær og misstigu sig.

PSG tefldi fram feykilega öflugu liði með þá Kylian Mbappe, Neymar og Lionel Messi fremsta.

Þjóðverjinn Kevin Volland kom Mónakó yfir með marki á 20. mínútu.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Lionel Messi skot í stöngina og boltinn fór til Mbappe í teignum. Mbappe skaut aftur í stöngina fyrir opnu marki og leiddi Mónakó í hálfleik.

Á 70. mínútu steig Neymar á vítapunktinn eftir að hann hafði verið felldur í teignum. Neymar skoraði úr vítinu og urðu lokatölur 1-1.

PSG er áfram á toppi deildarinnar með tíu stig eins og Marseille og Lens. Klúðrið hjá Mbappe má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner