mán 29. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði sitt fyrsta aukaspyrnumark eftir þrettán ár hjá félaginu
Karim Benzema
Karim Benzema
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema skoraði í gær sitt fyrsta aukaspyrnumark fyrir Real Madrid en það gerði hann í 3-1 sigri liðsins á Espanyol.

Benzema hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2009 en hann kom þá frá franska félaginu Lyon.

Hann hefur ekki alltaf verið fremstur í röðinni þegar það kemur að aukaspyrnum hjá Madrídingum, enda margir gæðaleikmenn verið í liðinu með honum, en engu að síður kom fyrsta aukaspyrnumark hans í gær.

Það var í gær, í hans 418. deildarleik fyrir félagið, sem fyrsta aukaspyrnumarkið kom, en hann gerði það þegar rúmar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner