Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. ágúst 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Thierry Henry eignast hlut í Como
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Thierry Henry er búinn að bætast við eigendahóp ítalska B-deildarfélagsins Como sem er staðsett við eitt af frægustu stöðuvötnum heims.


Henry er þannig genginn til liðs við gamla liðsfélaga sinn hjá Arsenal, Cesc Fabregas, sem er bæði leikmaður hjá Como og hluteigandi í félaginu.

Henry er aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en þar áður stýrði hann Montreal Impact í Kanada og AS Mónakó. Hann hefur starfað sem fótboltasérðfræðingur hjá Sky Sports og Amazon Prime og telur þetta vera frábært tækifæri.

„Ég hef beðið eftir svona tækifæri í langan tíma. Þetta er metnaðarfullt félag með frábæra stefnu sem miðar að því að byggja upp umhverfi sitt samhliða fótboltaliðinu. Þessi grunngildi eru gríðarlega mikilvæg fyrir mig og ástæðan fyrir að ég ákvað að fjárfesta," sagði Henry. „Þegar félagið vex og dafnar þá er mikilvægt að samfélagið geri það með."

Dennis Wise, goðsögn hjá Chelsea og fyrrum landsliðsmaður Englands, er framkvæmdastjóri Como.


Athugasemdir
banner
banner
banner