mið 29. september 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Armenía fær liðsstyrk fyrir leikinn við Ísland
Icelandair
Armenía vann Ísland 2-0 í mars.
Armenía vann Ísland 2-0 í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landslið Armeníu kemur á Laugardalsvöll í næsta mánuði og spilar við Ísland í undankeppni HM 2022.

Armenía vann leik liðanna fyrr á þessu ári, 2-0, en þá var leikið í Armeníu.

Armenar hafa tryggt sér liðsstyrk fyrir leikinn við Ísland því miðjumaðurinn Lucas Zelarayán hefur tekið ákvörðun um að spila fyrir hönd þjóðarinnar.

Zelarayán er 29 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem leikur með Columbus Crew í MLS-deildinni. Þetta er því enginn aukvissi; MLS-deildin er ekkert grín.

Zelarayán er fæddur í Argentínu en á ættir að rekja til Armeníu. Hann hefur núna loksins kosið að spila fyrir landslið Armeníu.


Athugasemdir
banner
banner
banner