Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. september 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona á enn eftir að ná skoti á markið
Brekka hjá Barca
Brekka hjá Barca
Mynd: EPA
Barcelona er að byrja tímabilið í Meistaradeildina eins í illa og er í raun hægt. Liðið er án stiga eftir tvo leiki og markatalan er núll mörk skoruð og sex fengin á sig.

Barcelona er á botni E-riðils, stigi á eftir Dynamo Kiev, fjórum stigum á eftir Benfica og sex á eftir toppliði Bayern Munchen.

Það sem meira er að Barcelona hefur ekki átt eitt skot á mark andstæðinga sinna í fyrstu tveimur leikjunum. Í kvöld átti liðið átta marktilraunir, þrjár þeirra fóru varnarmann og fimm yfir eða framhjá.

Gegn Bayern í fyrsta leik í riðlinm átti liðið fimm tilraunir að marki þýska liðsins, tvær fóru í varnarmann og þrjár fóru yfir eða framhjá.

SJá einnig:
Búið spil hjá Koeman? - Segir að Barcelona vinni ekki Meistaradeildina

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner