Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. september 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færa viðtölin við þjálfarana inn í kjölfarið á leiðinlegum atburði
Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham.
Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham.
Mynd: EPA
Viðtöl sem eru tekin eftir leik við þjálfara í ensku úrvalsdeildinni verða færð innandyra eftir atburði síðustu helgar.

Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var á leið í viðtal eftir 3-1 tap gegn Arsenal á Emirates-vellinum. Stuðningsmenn Arsenal voru enn á vellinum þegar hann var á leið í viðtalið og fékk Nuno aldeilis að heyra það.

Hann ákvað að mæta ekki strax í viðtalið; hann mætti þegar stuðningsmennirnir voru flestir farnir.

Núna segir Times að ákveðið hafi verið að færa viðtölin aftur inn. Þau voru færð út þegar enski boltinn hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldurinn, en þau verða færð aftur inn í kjölfarið á þessum leiðinlega atburði.

Sjá einnig:
Ráðningin á Nuno að snúast upp í martröð
Athugasemdir
banner
banner
banner