Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. september 2021 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FH er með plan fyrir Oliver
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH gerði jafntefli gegn KA 2-2 á Greifavellinum á Akureyri í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar um helgina.

Hinn tvítugi Oliver Heiðarsson skoraði annað mark FH með glæsilegri vippu yfir Steinþór Má Auðunsson í marki KA.

FH hefur mikla trú á þessum unga sóknarleikmanni og samkvæmt því sem Tómas Þór Þórðarsson sagði í Innkastinu mun hann koma mjög sterkur til leiks með FH á næstu leiktíð.

„Þeir hafa rosalega mikla trú á honum fyrir næstu leiktíð. Þeir eru alveg búnir að átta sig á því eftir þetta tímabil hvað hann þarf að bæta sig í og hvar þeir geta gert hann að mjög góðum leikmanni, Bjarni Þór Viðarsson var að fara yfir þetta með mér í gær. Hraðinn er endalaust mikill og þeir eru með plan fyrir hann og rosalega spenntir fyrir honum," sagði Tómas Þór.

Oliver kom frá Þrótti fyrir tímabilið þar sem hann lék 19 leiki fyrir félagið í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Hann lék 12 leiki og skoraði 3 mörk fyrir FH í sumar.
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner