Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jaap Stam rekinn
Jaap Stam.
Jaap Stam.
Mynd: Getty Images
Hollenski harðjaxlinn Jaap Stam hefur verið rekinn úr starfi sínu sem stjóri Cincinnati í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.

Stam var frábær leikmaður á árum áður; hann spilaði í vörn AC Milan og Manchester United meðal annars. Stjóraferilinn hefur ekki gengið alveg eins vel.

Cincinnati tók ákvörðun um að reka Stam þar sem liðið hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og er í næst neðsta sæti Austurdeildar MLS.

Stam tók við Cincinnati í maí á síðasta ári. Hann byrjaði þjálfaraferilinn með Reading á Englandi en var rekinn þaðan. Hann stýrði svo Zwolle og Feyenoord í heimalandinu, Hollandi. Hann hætti með Feyenoord í október 2019 eftir 4-0 tap gegn Ajax.

Cincinnati fer í þjálfaraleit og Stam fer í atvinnuleit.
Athugasemdir
banner
banner
banner