Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 29. september 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McManaman til Íslands á árshátíð Liverpool klúbbsins
Steve McManaman.
Steve McManaman.
Mynd: Guardian
Árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi verður haldin með prompi og prakt þann 9. október næstkomandi. Hún fer fram á Spot í Kópavogi.

Það er orðin hefð fyrir því að goðsagnir úr herbúðum Liverpool mæti á árshátíðina og þannig er það núna líka.

Goðsögnin Steve McManaman verður heiðursgestur að þessu sinni, en hann lék á sínum tíma 364 leiki fyrir Liverpool og var einn allra besti leikmaður félagsins á 10. áratug síðustu aldar.

McManaman spilaði einnig með Real Madrid á sínum leikmannaferli en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi á Bretlandseyjum.

Veislustjóri verður Villi Naglbítur. Húsið opnar klukkan 18:00 með fordrykk og léttri stemningu þar sem gestir geta tekið mynd af sér með McManaman.
Athugasemdir
banner
banner