Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 29. september 2021 21:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Ronaldo reif sig úr að ofan - Barcelona á botninum
Chelsea tapaði fyrir Juventus
Ronaldo skoraði flautumark sem tryggði Manchester United sigurinn.
Ronaldo skoraði flautumark sem tryggði Manchester United sigurinn.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong og Joao Mario berjast um boltann í leik Benfica og Barcelona.
Frenkie de Jong og Joao Mario berjast um boltann í leik Benfica og Barcelona.
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa fagnar marki sínu gegn Chelsea.
Federico Chiesa fagnar marki sínu gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann Villarreal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu 2-1 en Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið djúpt í uppbótartíma, þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar framyfir.

Manchester United var stálheppið að lenda ekki undir í fyrri hálfleiknum en Villarreal tók forystuna í seinni hálfleik, Arnaut Danjuma var stórhættulegur í leiknum og lagði upp fyrir Paco Alcacer sem skoraði á 53. mínútu.

Sjö mínútum seinna jafnaði Alex Telles með frábæru skoti eftir aukaspyrnu Bruno Fernandes. Úrúgvæinn Edinson Cavani kom svo af bekknum og setti boltann framhjá úr dauðafæri þegar tíu mínútur voru eftir. Annar varamaður, Jesse Lingard, fékk líka gott tækifæri.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok voru gestirnir aðgangsharðir en Ronaldo var hetjan og skoraði úr þröngu færi á lokasekúndum uppbótartímans. Markvörður Villarreal var í boltanum en inn fór hann. Ronaldo fagnaði með því að rífa sig úr að ofan.

Atalanta er á toppi riðilsins með 4 stig, Young Boys og Manchester United eru með 3 stig og Villarreal á botninum með 1 stig.

Benfica skellti Börsungum
Í E-riðli er Bayern München búið að vinna fyrstu tvo leiki sína. Í kvöld vann liðið 5-0 sigur gegn Dynamo Kiev. Eins og oft áður var Robert Lewandowski með markaskóna rétt reimaða en hann skoraði tvö mörk. Kænugarðsmenn eru með eitt stig í riðlinum.

Barcelona er í miklu brasi en liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Benfica gerði sér lítið fyrir og vann Börsunga 3-0 í kvöld og er portúgalska liðið með fjögur stig í öðru sæti.

Chiesa hetja Juve gegn Chelsea
Í F-riðli fagnaði Salzburg sigri og er á toppi riðilsins með 4 stig. Sevilla og Wolfsburg eru með 2 stig hvort lið og Lille er með 1 stig á botninum.

Í G-riðli vann Juventus 1-0 sigur gegn Chelsea. Federico Chiesa skoraði eina markið þegar tíu sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik en hann lyfti þá boltanum yfir markvörðinn, eftir að hafa fengið sendingu frá Federico Bernardeschi.

Juventus er á toppi riðilsins með 6 stig, Chelsea og Zenit eru með 3 stig hvort lið og Malmö er stigalaust á botninum.

E-riðill:

Bayern 5 - 0 Dynamo K.
1-0 Robert Lewandowski ('12 , víti)
2-0 Robert Lewandowski ('27 )
3-0 Serge Gnabry ('68 )
4-0 Leroy Sane ('74 )
5-0 Eric Choupo-Moting ('87 )

Benfica 3 - 0 Barcelona
1-0 Darwin Nunez ('3 )
2-0 Rafa Silva ('69 )
3-0 Darwin Nunez ('79 , víti)
Rautt spjald: Eric Garcia, Barcelona ('87)

F-riðill:

Manchester Utd 2 - 1 Villarreal
0-1 Paco Alcacer ('53 )
1-1 Alex Telles ('60 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('90 )

G-riðill:

Salzburg 2 - 1 Lille
1-0 Karim Adeyemi ('35 , víti)
2-0 Karim Adeyemi ('53 , víti)
2-1 Burak Yilmaz ('62 )

Wolfsburg 1 - 1 Sevilla
1-0 Renato Steffen ('48 )
1-1 Ivan Rakitic ('87 , víti)
Rautt spjald: Josuha Guilavogui, Wolfsburg ('85)

H-riðill:

Juventus 1 - 0 Chelsea
1-0 Federico Chiesa ('46 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner