mið 29. september 2021 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sane hreinskilinn eftir leik
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Leroy Sane skoraði heppnismark þegar Bayern München vann 5-0 sigur gegn Dynamo Kiev í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Sane ætlaði að senda boltann fyrir en boltinn endaði í markinu. Hann viðurkenndi það í viðtali eftir leik að hann ætlaði sér ekki að skjóta á markið.

„Þetta var ekki viljandi. Ég ætlaði að senda boltann fyrir. Ég var heppinn að tæknin hjá mér var ekki góð í þetta skiptið," sagði Sane í viðtali eftir leik.

Til að sjá markið, smelltu þá hérna.

Bayern hefur farið mjög vel af stað í Meistaradeildinni, og á tímabilinu í heild sinni undir stjórn Julian Nagelsman. Bayern er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Meistaradeildinni og er liðið á toppnum í Þýskalandi með 16 stig úr sex leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner