Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 13:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Sheriff hafa eyðilagt fullkomna heim Kuyt með sigrinum í gær
Yuriy Vernydub á hliðarlínunni í gær.
Yuriy Vernydub á hliðarlínunni í gær.
Mynd: EPA
Yuriy Vernydub, stjóri Sheriff, skaut föstum skotum að Dirk Kuyt fyrir ummæli hans um Sheriff. Kuyt, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, sagði að Sheriff ætti ekki heima í Meistaradeildinni.

Yuriy var ekkert sérstaklega ánægður með ummæli Kuyt og svaraði þeim í viðtali eftir frábæran sigur Sheriff gegn Real Madrid í gær.

„Það var frábær leikmaður, Dirk Kuyt, sem sagði að það væri ekki pláss fyrir Sheriff í Meistaradeildinni. Ég er mjög ánægður að eyðileggja fullkomna heiminn hans," sagði Yuriy.

Sheriff, sem er í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, er með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Liðið lagði Real Madrid 2-1 í Madrid í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner