Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. september 2021 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Töpuðu gegn Val 2018 en unnu svo einn óvæntasta sigur í sögunni
Úr leiknum gegn Val.
Úr leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Fagnað í gær.
Fagnað í gær.
Mynd: EPA
Sheriff vann í gær frábæran sigur á útivelli gegn Real Madrid í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sheriff er í fyrsta sinn í riðlakeppninni og hefur byrjað á tveimur sigrum. Sheriff er frá Tiraspol í Moldóvu og er með mikla yfirburði í heimalandinu.

Sigur liðsins í gær er einn sá óvæntasti í sögu Meistaradeildarinnar. Vakin var athygli á því gær að Valur mætti einmitt Sheriff í forkeppni Evrópudeildarinnar árið 2018. Valur vann seinni leik liðanna á heimavelli sínum en Sheriff fór áfram á fleiri útivallarmörkum skoruðum.

Þremur árum seinna vann liðið svo leik gegn einu af sigursælustu liðum í sögu fótboltans. Það er ótrúlegt afrek!

Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Sheriff

Jasur Jakhshibaev sá til þess að Sheriff var 1-0 yfir í hálfleik, en Karim Benzema jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Madrídinga. Heimamenn í Real fengu tækifæri til að komast yfir, en í staðinn tók Sheriff aftur forystuna í uppbótartímanum. Sebastien Thill skoraði sigurmarkið.

Sjá einnig:
Telja úrslitin þau óvæntustu í sögunni
Áhugavert húðflúr hjá hetju Sheriff - Dreymir stórt!




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner