Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. september 2021 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vanvirðing" að láta Messi liggja fyrir aftan vegginn
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: EPA
Það vakti athygli í gær þegar Lionel Messi lagðist fyrir aftan varnarvegg PSG þegar Manchester City átti aukaspyrnu. Þessi aðferð hefur mikið verið notuð að undanförnu svo ekki sé hægt að skjóta undir vegginn þegar leikmenn hoppa upp.

Það er ekki algengt að bestu leikmenn heim séu í þessu hlutverki og tjáði Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, sig um þetta atvik.

„Það hefði einhver á æfingasvæðinu átt að stíga inn þegar Mauricio Pochettino stakk upp á því að setja Messi í þetta hlutverk. Þetta á ekki að gerast að Messi sé í þessu hlutverki," sagði Ferdinand.

„Þetta er vanvirðing, ég hefði ekki leyft þessu að gerast. Ef ég væri í þessu liði þá hefði ég sagt við Messi: 'Ég skal leggjast fyrir þig'. Ég gæti ekki látið það gerast að hafa hann þarna liggjandi, þetta er eitthvað sem Messi á ekki að þurfa gera," sagði Ferdinand.



Athugasemdir
banner
banner
banner