Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. september 2021 10:46
Elvar Geir Magnússon
Vondar fréttir fyrir Arsenal - Xhaka frá í þrjá mánuði
Vondar fréttir fyrir Arsenal.
Vondar fréttir fyrir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal býst við því að Granit Xhaka verði frá í þrjá mánuði vegna liðbandameiðsla í hné sem hann hlaut í sigrinum í grannaslagnum gegn Tottenham á sunnudaginn.

Svissneski miðjumaðurinn mun því líklega ekki spila meira á árinu 2021.

Xhaka lenti í samstuði við Lucas Moura og fór af velli á 82. mínútu í 3-1 sigri Arsenal. Hann var augljóslega mjög þjáður.

Strax eftir leik sagði Mikel Arteta að útlitið væri ekki gott.

Xhaka þarf þó ekki að fara í aðgerð en hann hefur þegar hafið endurhæfingu.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Arsenal og fyrir Xhaka en leikmaðurinn var frábær í leiknum gegn Tottenham. Hann var nýkominn úr þriggja leikja banni og lék verulega vel á miðjunni ásamt Thomas Partey.

Búist er við því að hann missi núna af næstu fjórtán úrvalsdeildarleikjum Arsenal.
Athugasemdir
banner