Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 15:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Vestri upp úr fallsæti - Benoný skoraði fernu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar skoraði mikilvægt mark
Andri Rúnar skoraði mikilvægt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er komið á toppinn eftir nauman sigur á FH í Kaplakrika í dag.

Það var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, bæði lið fengu tækifæri til að skora en markalaust þegar flautað var til loka fyrri hálfleiksins.


Snemma í seinni hálfleik gerði Kristinn Jónsson sér lítið fyrir og skoraði beint úr hornspyrnu og kom Blikum yfir.

Eins og fyrr segir er Breiðablik komið á toppinn í bili að minnsta kosti og þá er FH að fjarlægjast baráttuna um Evrópusæti.

FH 0 - 1 Breiðablik
0-1 Kristinn Jónsson ('52 )
Lestu um leikinn

Benoný Breki Andrésson fór hamförum þegar KR vann frábæran sigur á Fram í dag.

Benoný var búinn að skora þrennu efftir hálftíma leik. Hefði getað skorað fjórða markið sitt áður en Luke Rae skoraði og kom KR í 4-0 áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Benoný var ekki hættur því hann skoraði sitt fjórða mark og fimmta mark KR snemma í seinni hálfleik. Hann fór síðan af velli fyrir Óðinn Bjarkason sem skoraði sjötta mark liðsins en þá hafði Fram náð að skora sárabótamark. Atli Sigurjónsson negldi svo síðasta naglann í kistu Fram.

KR 7 - 1 Fram
1-0 Benoný Breki Andrésson ('7 )
2-0 Benoný Breki Andrésson ('12 )
3-0 Benoný Breki Andrésson ('31 )
4-0 Luke Morgan Conrad Rae ('42 )
5-0 Benoný Breki Andrésson ('53 )
5-1 Markús Páll Ellertsson ('85 )
6-1 Óðinn Bjarkason ('86 )
7-1 Atli Sigurjónsson ('89 )
Rautt spjald: Orri Sigurjónsson, Fram ('94) 
Lestu um leikinn

Vestri stökk upp úr fallsæti þegar liðið vann HK á heimavelli í hörku leik.

Það var markalaust í hálfleik en Birnir Breki Burknason kom HK yfir. Jeppe Pedersen jafnaði metiin með glæsilegu marki.

Andri Rúnar Bjarnason tryggði Vestra sigurinn þegar boltinn barst til hans inn á teignum og hann rendi boltanum í netið. Gríðarlega sterkur sigur hjá Vestra.

Vestri 2 - 1 HK
0-1 Birnir Breki Burknason ('54 )
1-1 Jeppe Pedersen ('71 )
2-1 Andri Rúnar Bjarnason ('84 )
Lestu um leikinn


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 24 17 4 3 56 - 28 +28 55
2.    Víkingur R. 23 16 4 3 59 - 23 +36 52
3.    Valur 23 11 6 6 55 - 35 +20 39
4.    Stjarnan 23 10 5 8 42 - 37 +5 35
5.    ÍA 23 10 4 9 41 - 33 +8 34
6.    FH 24 9 6 9 39 - 42 -3 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 24 8 6 10 34 - 39 -5 30
2.    KA 23 7 7 9 35 - 41 -6 28
3.    KR 24 6 7 11 44 - 49 -5 25
4.    Vestri 24 5 7 12 26 - 46 -20 22
5.    HK 24 6 3 15 30 - 61 -31 21
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner