Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
banner
   sun 29. september 2024 13:12
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Fram og KR: Þrír sterkir leikmenn Fram í banni - Aron aftur hjá KR
Aron Sigurðarson byrjar hjá KR í dag.
Aron Sigurðarson byrjar hjá KR í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigfús Árni byrjar hjá Fram.
Sigfús Árni byrjar hjá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mætast í Bestu-deild karla klukkan 14:00 en leikið er í vesturbænum. Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: KR 5 -  0 Fram

KR gerði 2 -2 jafntefli við Vestra í síðustu umferð og frá þeim leik fer Ástjörn Þórðarson út. Aron Sigurðarson snýr aftur í hans stað eftir að hafa misst af leiknum gegn Vestra vegna leikbanns.

Framarar eru án Guðmundar Magnússonar, Alex Freys Elíssonar og Þorra Stefáns Þorbjörnssonar sem byrjuðu allir leikinn gegn Fylki sem vannst 2-0 en taka út leikbann í dag. Sigfús Árni Guðmundsson, Freyr Sigurðsson og Brynjar Gauti Guðjónsson koma inn í þeirra stað.


Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart (f)
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Djenairo Daniels
17. Adam Örn Arnarson
25. Freyr Sigurðsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Fernandes
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 23 7 7 9 35 - 41 -6 28
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 23 6 3 14 29 - 59 -30 21
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner
banner