Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Chelsea og West Ham eru meðal félaga sem fylgjast vel með Jhon Durán, 20, kólumbískum framherja Aston Villa. (Give Me Sport)

Nottingham Forest ætti erfitt með að leyfa Murillo að fara ef félagið fær hátt tilboð í hann en Barcelona og Real Madrid hafa áhuga á þessum 22 ára gamla varnarmanni. (Football Insider)

Jamal Musiala, 21, leikmaður Bayern Munchen segir að hann sé 'opinn fyrir öllu' en 'mjög ánægður' þar sem hann er mikil umræða hefur verið um að hann muni spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. (Guardian)

Alex Baena, 23, vængmaður Villarreal hefur vakið athygli hjá njósnurum Aston Villa og Newcastle. (Caught Offside)

Stjórnarmenn Bayern Munchen vilja meina að þeir hafi nælt í 100 milljón punda stjörnu á hálfvirði í sumar þegar þeir unnu Man Utd í baráttunni um Michael Olise, 22, sem gekk til liðs við félagið frá Crystal Palace fyrir 50 milljónir punda. (Mirror)

Southampton gæti leitað til Graham Potter, fyrrum stjóra Chelsea og Brighton, ef þeir ákveða að reka Russell Martin. (Football Insider)

Eberechi Eze, 26, hefur sætt sig við stöðuna sem hann er í hjá Crystal Palace en félagið var hissa á því að það var ekki meiri áhugi á leikmanninum í sumar. (Mirror)

Newcastle er tilbúið að leyfa Callum Wilson, 32, að fara á frjálsri sölu næsta sumar ef þeeim tekst ekki að finna arftaka hans í janúar. (Give Me Sport)


Athugasemdir
banner