Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gary Neville: Man Utd líflaust og til skammar
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Manchester United er marki undir og manni færri eftir fyrri hálfleikinn gegn Tottenham. Bruno Fernandes fékk að líta rauða spjaldið.

Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United er að fjalla um leikinn á Sky Sports og er allt annað en ánægður með frammistöðu síns liðs.

„Margir stuðningsmenn United, þar á meðal ég, hélt að þetta gæti verið okkar dagur. Enginn Son hjá Spurs. En þetta hefur verið eins vont og það verður. Það er engin ákefð, ekkert líf í liðinu," segir Neville.

„Brotið hjá Bruno var ekki eins slæmt og ég hélt í fyrstu en fyrri hálfleikurinn hefur verið til skammar. Leikmenn eru eins og gínur í varnarleiknum og Tottenham spilar í gegnum þá. Manchester United hefur spilað mjög illa og stuðningsmenn eru ekki hrifnir."

Manchester United hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu og eina markið í fyrri hálfleik skoraði Brennan Johnson fyrir Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner