Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 15:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Annar sigur Como í röð - Endurkoma hjá Roma
Bryan Cristante
Bryan Cristante
Mynd: EPA

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem heimsótti Roma í ítölsku deildinni í dag.


Venezia vann sinn fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð þegar liðið lagði Genoa af velli. Þetta byrjaði vel fyrir liðið í dag þar sem Venezia var með 1-0 forystu í hálfleik.

Þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma tókst Bryan Cristante að jafna metin fyrir Roma og stuttu síðar tryggði hinn tvítugi Niccolo Pisilli, Roma stigin þrjú.

Mikael var tekinn af velli þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Como er nýliði í deildinni en liðið vann frábæran sigur á Atalanta í síðustu umferð og fylgdi því eftir með góðum sigri á Verona í dag. Patrick Cutrone og Andrea Belotti sáu um markaskorunina.

Como 3 - 1 Verona
1-0 Patrick Cutrone ('43 )
1-1 Darko Lazovic ('53 , víti)
2-1 Patrick Cutrone ('72 )
3-1 Andrea Belotti ('89 )
Rautt spjald: Tomas Suslov, Verona ('64)

Roma 2 - 1 Venezia
0-1 Joel Pohjanpalo ('44 )
1-1 Bryan Cristante ('74 )
2-1 Niccolo Pisilli ('83 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 6 3 3 0 9 0 +9 12
2 Milan 6 3 2 1 14 7 +7 11
3 Inter 6 3 2 1 13 7 +6 11
4 Torino 6 3 2 1 10 8 +2 11
5 Napoli 5 3 1 1 9 4 +5 10
6 Empoli 6 2 4 0 5 2 +3 10
7 Lazio 6 3 1 2 12 10 +2 10
8 Udinese 6 3 1 2 9 10 -1 10
9 Roma 6 2 3 1 7 4 +3 9
10 Como 6 2 2 2 9 11 -2 8
11 Fiorentina 6 1 4 1 7 7 0 7
12 Atalanta 6 2 1 3 11 12 -1 7
13 Bologna 6 1 4 1 7 9 -2 7
14 Verona 6 2 0 4 10 11 -1 6
15 Parma 5 1 2 2 8 9 -1 5
16 Genoa 6 1 2 3 4 10 -6 5
17 Lecce 6 1 2 3 3 11 -8 5
18 Venezia 6 1 1 4 4 10 -6 4
19 Monza 5 0 3 2 4 6 -2 3
20 Cagliari 5 0 2 3 1 8 -7 2
Athugasemdir
banner
banner