Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
banner
   sun 29. september 2024 13:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nordsjælland aftur á sigurbraut - Emilía fer frábærlega af stað
Emilía Kiær
Emilía Kiær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel með Nordsjælland í dönsku deildinni.


Liðið vann 2-0 gegn AGF í dag og bætti því upp fyrir 2-0 tap gegn Fortuna Hjorring í síðustu umferð. Nordsjælland var með forystuna í hálfleik en Emilía innsiglaði sigurinn með marki þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum.

Hún hefur skorað sjö mörk í jafn mörgum leikjum í deildinni á þessari leiktíð. Nordsjælland er á toppnum með 18 stig eftir sjö umferðir en Fortuna Hjorring er í 2. sæti með 17 stig.

Emma Hawkins, fyrrum leikmaður FHL, kom portúgalska liðinu Damaiense yfir gegn Maritimo í efstu deild í dag en Maritimo skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-1. Þorlákur Árnason er þjálfari Damaiense. 

Liðið er með þrjú stig eftir fjórar umferðir.


Athugasemdir
banner
banner