sun 29. september 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Slot um Gravenberch: Kom mér á óvart
Ryan Gravenberch
Ryan Gravenberch
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch hefur öðlast endurnýjun lífdaga á ferli sínum undir stjórn Arne Slot, en hann hefur verið með bestu mönnum liðsins í byrjun tímabilsins.

Eftir að Gravenberch yfirgaf Ajax hefur ferill hans ekki alveg náð þvi flugi sem hann bjóst við.

Hann var talinn efnilegasti miðjumaður Hollands þegar hann samdi við Bayern München árið 2022, en fór frá félaginu eftir aðeins eitt ár og samdi við Liverpool.

Á eina tímabili hans undir stjórn Klopp var hann ekki í stóru hlutverki, en Slot fann nýtt hlutverk fyrir hann á miðsvæðinu, sem afturliggjandi miðjumaður og þar hefur hann blómstrað.

„Honum líður bara mjög vel með boltann og það sama á við um Mac Allister. Það hjálpar liðinu þegar þú vilt spila þannig fótbolta, með því að halda mikið í boltann.“

„Þú vilt hafa boltann og halda honum eins lengi og þú mögulega getur. Það hjálpar ef þú ert með tvo leikmenn sem spila sem djúpir miðjumenn sem líður vel með boltann og geta hlaupið.“

„Ef þú horfir bara á hlutina sem Ryan gerir með boltann, þá gefur það ekki alveg rétta mynd af leik hans því hann gerir líka frábærlega án boltans. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þó kom þetta mér svolítið á óvart því ég þekki hann frá því hann spilaði í Hollandi.“

„En ég held að Bayern München og Jürgen hafi gert mjög vel að gera hann betri án bolta og við erum að njóta góðs af því,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner