Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. október 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Albert Brynjar skoðar sín mál - Nýtti sér uppsagnarákvæði
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, framherji Fjölnis, hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Albert kom til FJölnis frá uppeldisfélaginu Fylki í byrjun árs. Hann skoraði níu mörk í Inkasso-deildinni í sumar og hjápaði Fjölni upp í Pepsi Max-deildina á nýjan leik.

„Það er virkilega erfitt að kveðja Fjölni ef svo fer, ég átti gott spjall við Ása (Ásmund Arnarsson, þjálfara) um mín mál og mun að öllum líkindum ræða aftur við hann. Stjórn, leikmenn og teymið og allir í kringum klúbbinn hafa allir komið virkilega vel fram við mig og svo eru Káramenn algjörlega mínir menn," sagði Albert við Fótbolta.net í dag.

Hinn 33 ára gamli Albert er nú að skoða hvort hann taki slaginn í Pepsi Max-deildinni á nýjan leik eða ekki.

„Ég er ekki búinn að ákveða á hvaða leveli ég vil spila. Ég er alveg til í að skoða Pepsi ásamt öðru. Ég vil bara aðallega fá aðeins lengri tíma til að hugsa þetta og svo skoða þá möguleika sem kemur upp, Ég er bara eins og Ingimundur Níels á hlaðborði, til í allt," sagði Albert.

Albert hefur á ferli sínum spilað 210 leiki í efstu deild og skorað í þeim 70 mörk.
Athugasemdir
banner
banner