Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. október 2019 14:29
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi elskar Counter-strike - Í stjórn rafíþróttadeildar KR
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er mikill aðdáandi tölvuleiksins Counter-strike. Arnór ræddi þetta í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

„Ég er búinn að spila CS síðan ég var 14 eða 15 ára," sagði Arnór Ingvi í útvarpsþættinum.

Arnór Ingvi er í stjórn í nýstofnaðri rafíþróttadeild hjá KR.

„Ég var að hjálpa Jónasi (Kristinssyni) tengdaföður mínum og fleirum. Ég þekki aðeins inn í þennan heim," sagði Arnór.

Í þættinum kom meðal annars fram að Arnór Ingvi var að spila Counter-strike þegar hann fékk skilaboðin um að hann hefði verið valinn í landsliðshópinn fyrir EM í Frakklandi árið 2016.

Arnór Ingvi var á skotskónum í gær þegar Malmö lagði AIK í næstsíðustu umferðina í sænsku úrvalsdeildinni. Malmö getur orðið meistari um næstu helgi ef topplið Djurgarden tapar gegn Norrköping í lokaumferðinni. Malmö spilar á sama tíma við Örebro.
Arnór Ingvi ræðir sturlaða toppbaráttu og Counter-strike
Athugasemdir
banner
banner