Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. október 2019 15:02
Elvar Geir Magnússon
Búlgarir þurfa að leika fyrir luktum dyrum
Búlgarir þurfa að leika fyrir luktum dyrum.
Búlgarir þurfa að leika fyrir luktum dyrum.
Mynd: Getty Images
Búlgarska knattspyrnusambandið þarf að borga 75 þúsund evrur í sekt vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins í landsleik gegn Englandi í október.

Búlgarska landsliðið hefur verið dæmt til að leika tvo leiki án áhorfenda. Annar leikurinn er skilorðsbundinn í eitt ár.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að fótboltafjölskyldan þurfi að standa saman í stríðinu gegn kynþáttarfordómum. Mörgum þykir þessi refsing Búlgarana þó hrikalega væg.

Í 6-0 tapi gegn Englendingum voru stuðningsmenn Búlgaríu með nasistakveðjur og gáfu frá sér apahljóð. Í kjölfarið á leiknum sögðu forseti búlgarska sambandsins og þjálfari liðsins af sér.

Fjórir stuðningsmenn fengu sektir og tveggja ára bann en enn er verið að rannsaka fleiri grunaða.
Athugasemdir
banner
banner