Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 29. október 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Aguero skoraði tvö í sigri Man City
Sergio Aguero skorar í leiknum í kvöld
Sergio Aguero skorar í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Mason Holgate fagnar marki sínu gegn Watford.
Mason Holgate fagnar marki sínu gegn Watford.
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið áfram í 8-liða úrslit enska deildabikarsins eftir 3-1 sigur á Southampton en Sergio Aguero skoraði tvö fyrir meistarana.

Pep Guardiola, stjóri City, stillti upp áhugaverðu liði í dag en hinn 18 ára gamli Tommy Boyle fékk tækifærið á miðjunni auk þess sem Eric Garcia og Phil Foden byrjuðu inná.

Nicolas Otamendi skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Bernardo Silva áður en Sergio Aguero bætti við öðru marki af stuttu færi eftir sendingu frá Kyle Walker.

Aguero bætti við þriðja markinu á 56. mínútu áður en Jack Stephens minnkaði muninn fyrir Southampton. Lokatölur 3-1 fyrir City.

Everton lagði þá Watford 2-0. Mason Holgate gerði fyrra mark leiksins með skalla á 72. mínútu en það var varamaðurinn Theo Walcott sem lagði það upp. Richarlison skoraði svo annað markið í uppbótartíma. Gylfi Þór Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá Everton.

Leicester vann þá Burton 3-1. Youri Tielemans var allt í öllu en hann lagði upp mark fyrir Kelechi Iheanacho á 7. mínútu áður en Tielemans bætti við öðru á 20. mínútu. Burton klóraði í bakkann með marki frá Liam Boyce áður en James Maddison gerði út um leikinn á lokamínútunum.

Colchester City, sem sló út Tottenham í síðustu umferð, vann 3-1 sigur á Crawley Town. Oxford fer einnig í 8-liða úrslit eftir að hafa lagt Sunderland að velli í vítakeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Will Grigg og Marc McNulty klúðruðu spyrnum sínum fyrir Sunderland.

Úrslit og markaskorarar:

Burton Albion 1 - 3 Leicester City
0-1 Kelechi Iheanacho ('7 )
0-2 Youri Tielemans ('20 )
1-2 Liam Boyce ('52 )
1-3 James Maddison ('89 )

Crawley Town 1 - 3 Colchester
1-0 Dannie Bulman ('20 )
1-1 Luke Norris ('22 )
1-2 Ngemba Michael Luyambula ('53 , sjálfsmark)
1-3 Luke Gambin ('80 )

Everton 2 - 0 Watford
1-0 Mason Holgate ('72 )
2-0 Richarlison ('90 )

Manchester City 3 - 1 Southampton
1-0 Nicolas Otamendi ('20 )
2-0 Sergio Aguero ('38 )
3-0 Sergio Aguero ('56 )
3-1 Jack Stephens ('75 )

Oxford United 1 - 1 Sunderland (Vítakeppni í gangi)
1-0 Rob Hall ('25 )
1-1 Marc McNulty ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner