Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 29. október 2019 11:34
Elvar Geir Magnússon
Garner og Williams byrja hjá Man Utd gegn Chelsea
Brandon Williams.
Brandon Williams.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær hyggst gefa ungum leikmönnum leiktíma gegn Chelsea í deildabikarnum.

Liðin berjast um sæti í 8-liða úrslitum þegar þau mætast á morgun.

Eftir sigurinn gegn Norwich á sunnudag talaði Solskjær um að hann ætlaði að láta James Garner og Brandon Williams byrja leikinn.

Garner kom inn sem varamaður seint í 3-1 sigrinum gegn Norwich.

„Hann átti mjög öfluga innkomu og náði að róa okkur niður þegar við vildum sigla leiknum í höfn," segir Solskjær.

Garner er 18 ára miðjumaður en Williams er 19 ára vinstri bakvörður.

„Ungu leikmennirnir hafa fengið tækifæri á erfiðum tímapunkti en það mun bara gera þá sterkari."

Einnig er líklegt að sóknarmaðurinn Mason Greenwood muni byrja leikinn.
Athugasemdir
banner
banner