Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. október 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grealish meiddur - Óttast um frestun á landsliðsdraumnum
Grealish haltraði af velli á laugardaginn.
Grealish haltraði af velli á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish hefur farið vel af stað hjá Aston Villa en liðið er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Grealish er fyrirliði liðsins.

Grealish var tekinn af velli undir lok leiks gegn Manchester City um helgina og það virðist vera vegna meiðsla. Grealish þurfti á hækjum að halda eftir leikinn til að koma í veg fyrir frekara álag á kálfa.

Samkvæmt fyrstu fréttum um meiðslin er búist við því að Grealish verði frá í tvær vikur sem gæti komið í veg fyrir að hann upplifi landsliðsdrauminn á þessu ári.

Lokaverkfni landsliðanna fer fram um miðjan nóvember og valið verður í hópanna eftir rúma viku. Allar líkur eru á því að Grealish missi af leikjunum gegn Liverpool og Wolves sem eru næstu tveir deildarleikir Aston Villa.

Sjá einnig:Guardiola: Grealish er of dýr fyrir Man City
Athugasemdir
banner
banner
banner