Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. október 2019 06:00
Aksentije Milisic
Guardiola um Messi: Lét mig trúa að við myndum vinna allt
Guardiola og Messi fallast í faðma.
Guardiola og Messi fallast í faðma.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að þegar hann sá Lionel Messi spila í fyrsta skipti, þá trúði hann því að þeir myndu vinna allt sem í boði var.

Barcelona vann spænsku úrvalsdeildina í þrígang undir stjórn Guardiola og Meistaradeildina tvisvar, svo eitthvað sé nefnt.

„Dag einn sá ég Lionel og faðir hans saman í Nike búð. Ég þekkti hann ekki neitt. Hann var lítill og leit út fyrir að vera feiminn. Ég hugsaði: Er þessi strákur svona góður eins og þeir segja?" sagði Guardiola.

„Við hófum undirbúningstímabilið okkar í Skotlandi þar sem við unnum 6-1 og 5-0 þar sem Messi skoraði þrennu í báðum leikjunum. Þá trúði ég, að með hann innanborðs, gætum við unnið allt," sagði Guardiola í viðtali við útvarpsstöð í Katalóníu.

Hinn 32 ára gamli Lionel Messi hefur skorað yfir 600 mörk á ferli sínum hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner