Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. október 2019 15:28
Magnús Már Einarsson
Íslendingar meistarar með U21 hjá Norrköping - Bjarki skoraði á reynslu
Bjarki Steinn æfði einnig með Start í Noregi á dögunum.
Bjarki Steinn æfði einnig með Start í Noregi á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs lið Norrköping varð í dag sænskur meistari en liðið lagði Trelleborg 2-1 í hreinum úrslitaleik.

Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður ÍA, er á reynslu hjá Norrköping þessa dagana og hann skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Sigurmarkið kom síðan í viðbótartíma.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliðinu á miðjunni hjá Norrköping og Alfons Sampsted í hjarta varnarinnar í þriggja manna vörn.

Alfons er mættur aftur til Norrköping eftir að hafa verið á láni hjá Breiðabliki síðari hluta sumars.

Hinn 17 ára gamli Oliver Stefánsson er einnig á mála hjá Norrköping en hann var ekki með í dag vegna meiðsla. Þá spilar Guðmundur Þórarinsson með aðalliði Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner