Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. október 2019 14:10
Magnús Már Einarsson
Kelleher í marki Liverpool á morgun
Caoimhin Kelleher.
Caoimhin Kelleher.
Mynd: Getty Images
Hinn tvítugi Caoimhin Kelleher verður í marki Liverpool þegar liðið mætir Arsenal í enska deildabikarnum annað kvöld.

Kelleher varði mark Liverpool í 2-0 sigri á MK Dons í enska deildabikarnum í síðasta mánuði.

Þrátt fyrir að Alisson sé klár á ný þá fær Kelleher tækifærið á morgun á undan Adrian.

„Við erum með Adrian sem stóð sig ótrúlega vel en ef eitthvað gerist hjá Ali þá er Adrian númer tvö og þá þarf hann að standa sig," sagði Pep Lijnders aðstoðarstjóri Liverpool.

„Deildabikarinn er keppni Caoimhin (Kelleher). Eins og ég sagði fyrir leikinn við MK Dons þá eru þessi augnablik mikilvæg fyrir yngri leikmenn sem eru á milli U23 ára liðsins og aðalliðsins. Stöðugleikinn skiptir mjög miklu máli."
Athugasemdir
banner