Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. október 2019 14:05
Elvar Geir Magnússon
„McTominay að framkvæma það sem fólk hélt að Pogba myndi gera"
Scott McTominay hefur stigið vel upp.
Scott McTominay hefur stigið vel upp.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Graham Ruthven hefur skrifað grein sem fjallar um öfluga frammistöðu skoska miðjumannsins Scott McTominay með Manchester United.

McTominay hefur stigið upp hjá United, tekið meiri ábyrgð og stimplað sig inn sem lykilmann. Jose Mourinho gaf honum tækifæri en undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hefur McTominay farið á næsta þrep.

„Tímabil Man Utd hingað til hefur verið eins og bílslys en McTominay verið einn af fáum ljósum punktum. Skotinn hefur sýnt stöðugleika sem fáir hjá United eru að sýna. Hann er fyrirmynd fyrir aðra og sýnir leiðtogahæfileika," segir Ruthven.

„McTominay hefur orðið drifkraftur á miðsvæðinu. Það kemur á óvart hversu góður hann er með boltann, kemur sér framhjá andstæðingum og opnar pláss fyrir aðra á síðasta þriðjungi."

„McTominay er núna að gera hluti sem margir héldu að Paul Pogba myndi gera fyrir Manchester United þegar hann kom fyrst frá Juventus," segir Ruthven.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner