Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. október 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Milner: VAR eyðileggur andrúmsloftið í fótboltanum
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
James Milner, miðjumaður Liverpool, segir að VAR sé að eyðileggja andrúmsloftið á fótboltaleikjum.

VAR var tekið upp í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Milner er ekki hrifinn.

„Marklínutænin er ótrúleg. Þar kemur ákvörðun strax og þetta er svart á hvítu. Það er mjög erfitt að nota VAR hinsvegar því að þú ert ennþá með mismunandi skoðanir á dómnum og andrúmsloftið er eyðilagt," sagði Milner við The Guardian.

Milner hefur áður sagt í ævisögu sinni að hann hati VAR og hann segist standa við þau ummæli.

„Þetta gæti verið gamli skólinn hjá mér en mér finnst vera of mikið af vafamálum í kringum VAR. Þú skorar, það tryllist allt og síðan er VAR. Þá þarftu að bíða. Er þetta mark?"
Athugasemdir
banner
banner