Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. október 2019 07:00
Aksentije Milisic
Neville um Alexander-Arnold: Verður í heimsklassa ef hann bætir sig varnarlega
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, goðsögn hjá Manchester United og sparkspekingur Sky Sports, segir að Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, geti orðið í heimsklassa ef hann bætir sig í varnarleiknum.

Arnold átti mjög góðan leik um helgina þegar Liverpool sigraði Tottenham 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Arnold sótti mikið upp hægri kantinn og skapaði alls konar vandræði fyrir lið Tottenham með góðum fyrirgjöfum. Aftur á móti lenti hann í töluverðu basli í varnarleiknum gegn Heung-min Son, leikmanni Tottenham.

„Bakverðir Liverpool eru hreinlega frábærir. Robertson er betri bakvörður heldur en Arnold. Arnold er að verða einn af bestu sókndjörfu bakvörðum heims en þessi þrjú færi sem Tottenham fékk í leiknum um helgina komu í gegnum hann. Hann braut einnig nokkrum sinnum af sér, hann verður að taka varnarleikinn af fullri alvöru," segir Gary Neville.

„Ég tók verðlaunin fyrir mann leiksins af honum. Hann getur orðið heimsklassa bakvörður, ef hann bætir sig varnarlega," sagði Neville að lokum.

Trent og félagar í Liverpool verða í eldlínunni á miðvikudagskvöldið
kemur þegar þeir mæta Arsenal í Carabao bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner